Um okkur
Heillandi Heimur er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í því að þjónusta einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem vilja fyrsta flokks þjónustu með heilsutengdu ívafi. Við skipuleggjum ferðir þar sem áhersla er lögð á upplifun sem nærir líkama og sál.
Við förum í frí til að losa okkur undan stressi og hlaða batteríin. Því miður þá verður það oft ekki niðurstaðan þar sem erfitt er oft að halda sig við heilsusamlegt líferni á ferðalögum, hvort sem um frí eða viðskiptaferð er að ræða. Við hjálpum til við að skipuleggja frí, ráðstefnur, fundi og vinnustaðaferðir með velferð ferðalanga í huga.
Við byggjum á margra ára reynslu í ferðaþjónustu og af því að skipuleggja ráðstefnur, fundi, hvataferðir og ferðir fyrir sérhópa. Við höfum einnig reynslu og þekkingu á sviði heilsu og vellíðunar. Ástríða okkar liggur í velferð gesta okkar hvort sem um er að ræða frí eða vinnutengd ferðalög.
Teymið
Berglind Ósk Magnúsdóttir
samstarfsaðili
Hefur starfað í ferðaþjónustu í rúm 10 ár. Hún er með BS gráðu í sálfræði, BA gráðu í ferðamálafræði og hefur lokið Krakkajóga kennaranámi hjá Gurudass Kaur á vegum Jógasetursins. Berglind hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn, hefur mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu og vill leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að bættri vellíðan í samfélaginu. Hún elskar að stunda fjallgöngur, jóga og hina ýmsu útivist.
Harpa Einarsdóttir
eigandi
Hefur starfað við ferðaþjónustu allt frá árinu 1989 þegar hún hóf störf sem fjármálastjóri á hóteli í Reykjavík. Hún hefur síðan þá starfað sem hótelstjóri, sölustjóri hjá alþjóðlegri hótelkeðju og nú síðustu árin sem “hótelmiðlari” hjá HelmsBriscoe og eigandi af Surprize ferðum. Harpa hefur brennandi áhuga á ferðalögum og heilsu. Til að bæta þekkingu sína á sviði heilsu lauk hún námi sem Heilsumarkþjálfi við Institution of Integrative Nutrition og sem Yoga Nidra leiðbeinandi við Amrit Yoga Institute.