top of page
001.jpg

Quinta Da Marinha er fallegur golfvöllurinn hannaður af Robert

Trent Jones staðsettur í strandbænum Cascais í Portugal.

Gist er á  fimm stjörnu Hótelinu Onyria Quinta Da Marinha. 

Nánari upplýsingar um ferðina veitir Raggý - raggy@heillandiheimur.is  eða í síma 844-6544

31. MARS TIL 10. APRÍL 2023

10 nætur / 11 dagar 

VERÐ

Verð á mann í tvíbýli með morgunmat 

Superior herbergi 

Verð 336.900 kr

á mann 

Verð á mann í tvíbýli með hálft fæði  

Superior herbergi

Verð 395.500 kr

á mann 

Verð í einbýli með morgunmat

Superior herbergi 

Verð 399.900 kr

á mann 

Verð í einbýli með hálfu fæði 

Superior herbergi 

Verð 459.990 kr

á mann 

​Innifalið í verði: 

  •  10 nátta gisting með morgunmat eða hálfu fæði í 7 daga (sjá verð hér að ofan)

  •  Beint flug með Play - farangur 20 kg taska, 10 kg handfarangur og golfsett

  •  7 golfdagar - Ótakmarkað golf á golfdögum

  •  Golfbíll

  •  Akstur til og frá flugvelli í Lissabon 

  •  Fararsstjórn Karen Sævarsdóttir - LPGA golfkennari 

  •  Frír aðgangur að æfingarsvæði og fríir boltar

  •  Frír aðgangur að heilsulind hótelsins

FARARSTJÓRI Í FERÐ

Karen Sævarsdóttir sem er margfaldur Íslandsmeistari, menntaður LPGA golfkennari og hefur lokið grunnnámskeiði í golffitness. Karen hefur leikið golf í yfir 30 ár og á þeim tíma ferðast víða og leikið mikið golf bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hennar fyrstu kynni af golfi erlendis var þegar hún keppti 11 ára gömul í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á Ítalíu. 

Karen hefur margra ára reynslu að skipulagi golfferða og fararstjórn. Hún mun vera fólki innan handa í ferðinni og mun skipuleggja golfleiki og golfmót fyrir þá sem vilja. 

Karen bíður einnig upp á golfskóla í ferðinni - nánari upplýsingar SMELLIÐ HÉR

ONYRIA QUINTA DA MARINHA

Hótelið Onyria Quinta Da Marinha er fimm stjörnu hótel staðsett í strandbænum Cascais með fallegt útsýni yfir Atlantshafið. Bærinn er í um 35 mínútna akstursfjarlægð frá  Lissabon, höfuðborg Portúgals.

Herbergi

Boðið er upp á þrjár tegundir herbergja, einstaklings herbergi og tveggja manna herbergi, standard og superior. Öll herbergin eru eru með loftkælingu, rúmgóðum svölum, minibar, flatskjá og öllum helstu þægindum. Glæsilegur morgunmatur er innifalinn.

 

Veitingastaðir

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annars vegar Five Pines og hinsvegar Rocca Restaurant. Five Pines býður upp á hlaðborð með hinum ýmsu réttum og Rocca sérhæfir sig í hefðbundum portúgölskum réttum og öðrum miðjarðarhafs réttum. Einnig má finna barinn Trent Jones á hótelinu þar sem hægt er að slaka á með drykk við sundlaugarbakkan eða á veröndinni.

 

Heilsulind

Einnig eru tvær sundlaugar við hótelið, önnur í heilsulindinni sem býður upp á fjöldann allan af meðferðum. Einnig er sundlaug utandyra, þar sem hægt er að kæla sig niður í sólinni.

Golfvöllurinn

Golfvöllurinn á Quinta Da Marinha er 18 holu golfvöllur, 5.870 metrar, fallegur völlur í dásamlegu umhverfi með nóg af áskorunum. Völlurinn, sem er par 71 holu völlur, er hannaður af Robert Trent Jones. Af vellinum er fallegt útsýni yfir Atlantshafið og Sintra fjöllin. Teigar vallarins standa hátt sem dregur fram náttúrufegurð umhverfisins. Á vellinum er nóg af sandgryfjum og vatni, svo brautirnar eru skemmtilegar og krefjandi. Segja mætti að völlur sé stórbrotinn, Þriðja hola vallarins, sem er par 4, er þekkt fyrir að vera fallega staðsett með einstakt útsýni yfir Atlantshafið. Einnig má finna á vellinum brautir þar sem leikið er yfir gljúfur og vötn. Golfvellirnir í kringum Lissabon hafa tvívegis fengið verðlaun frá IATGO sem besti golf áfangastaður í Evrópu.

Æfingasvæði

Æfingaaðstaðan er einkar glæsileg og fór í gegnum endurbætur árið 2020. Æfingasvæðið er staðsett við hótelið, nokkra metra frá fyrsta teig golfvallarins. Þar eru 32 æfingabásar, púttvöllur og æfingasvæði þar sem hægt er að æfa högg úr sandgloppum og vipp. Þar má einnig finna verslun með golfvörur og kaffi.

 

19th hole klúbbhús

Þegar hringnum er lokið er tilvalið að fá sér sæti á veröndinni á klúbbhúsi vallarins, 19th hole, og slaka á með léttum veitingum og drykkjum.

Fararstjóri í ferð

FLUG MEÐ PLAY

Beint flug með Play flug OG694 þann 31. mars 2023 kl. 15:10 frá KEF til Lissabon (Humberto Delgado) í Portugal  lent í Lissabon kl. 20:45.

Beint flug með Play flug OG695 þann 10. apríl 2023 kl. 21:45 frá Lissabon til KEF lent í KEF kl. 01:30

Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23 kg, 1 taska í handfarangri allt að 10 kg, golfsett. 

Golf Quinta da Marinha - Cascais Lisboa Portugal

Golf Quinta da Marinha - Cascais Lisboa Portugal

Play Video
Quinta da Marinha Golf Course

Quinta da Marinha Golf Course

Play Video

SKILMÁLAR

SKILMÁLAR

  • Staðfestingargjald greiðist inn á reikning Heillandi Heims við skráningu.

  • Hafa skal í huga við skráningu í ferð að nafn farþega sé ritað eins og á vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega að svo sé.  

  • Nánari um skilmálar Heillandi Heims er að finna í meðfylgjandi þræði SKILMÁLAR

AFBÓKUNARREGLUR

Staðfestingargjald og allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða Í  tölvupósti raggy@heillandiheimur.is.

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page