top of page
home_day.jpg

Bogogno Golf Resort er staðsett í um 30km frá Malpensa flugvellinum í Mílano. Í Bogogno eru tveir feikna góðir 18 holu golfvellir, með æfingarsvæði, sundlaug og tennisvöllum.​

11. TIL 15. MAÍ 2023

4 nætur / 5 dagar 

Upplýsingar um ferðina veitir Raggý  raggy@heillandiheiimur.is eða í ​sími 844-6544

VERÐ

Verð á mann í tvíbýli með hálfu fæði 

Deluxe herbergi 

Verð 279.900 kr

á mann 

Verð í einbýli með hálfu fæði 

Deluxe herbergi 

Verð 320.200 kr

á mann 

Verð á mann í tvíbýli með hálfu fæði 

Svíta

Verð 299.700 kr

á mann 

​Innifalið í verði: 

  •  4 nátta gisting með hálfu fæði - ath drykkir ekki innifaldir í verði

  •  Beint flug með Icelandair - farangur 23 kg taska, 10 kg handfarangur og golfsett

  •  Ótakmarkað golf á golfdögum

  •  Golfbíll

  •  Akstur til og frá flugvelli í Mílanó

  •  Fararstjóri Heimir Karlsson - Útvarpsmaður og golfari 

  •  Frír aðgangur að æfingarsvæði og golfkúlur

  •  Frír aðgangur að heilsulind hótelsins

Heimir mynd.jpg

FARARSTJÓRI Í FERÐ

Heimir Karlsson einn af okkar allra bestu útvarpsmönnum verður fararstjóri í þessari ferð. Heimir er flestum kunnur sem einn af stjórnendum á morgunþættinum í Bítið á Bylgjunni og þar hefur hann staðið vaktina í 18 ár. Í Bítinu hefur brennandi áhugi Heimis á golfíþróttinni margsinnis komið fram og þarf enginn að velkjast í vafa um að golfið á hug hans allan. Heimir kemur til með að halda utan um hópinn og vera með uppákomur þar sem hann setur upp leiki og mót þar sem gleði og góður keppnisandi er í hávegum höfð.

BOGOGNO GOLF RESORT 5*

Bogogno Golf Resort  hótelið er mjög nýstárlegt og er byggt úr endurvinnanlegu og vistvænum efnum. Á þaki hótelsins er sameiginlegt svæði fyrir hótelgesti með bar, þar sem hægt er að slaka á og njóta töfrandi útsýnis yfir Monte Rosa -fjöllin. Hótelið er staðsett í um 30km frá Malpensa flugvellinum í Milano. Bogogno er frábær áfangastaður til að njóta einstakrar náttúru spila golf og endurnæra líkama og sál.  

Herbergin

Herbergi hótelsins eru 50 talsins hvert þeirra er með sérverönd eða svölum þar sem hægt er að njóta glæsilegs útsýnis annað hvort yfir sundlaugarnar eða 18 holuna á Bonora golfvellinum. Herbergin eru einstaklega rúmgóð, björt og nýtískuleg. 

Stærðir á herbergjunum:

  • Deluxe herbergin eru 33m2 fermetra 

  • Svíturnar eru 70m2 fermetra 

Heilsulind

Á hótelinu er einkar glæsileg heilsulind þar sem boðið er upp á hinar ýmsu andlitsmeðferðir og nudd í hlýju og notalegu umhverfi. Fjölbreitt og framúrskarandi þjónusta þar sem hægt er að njóta endurnærandi og þægilegrar upplifunar eftir annasaman dag.

 

Spa upplifun:

  • Andlistmeðferðir

  • Nuddmeðferðir

  • Ís gosbrunnur

  • Finnskt gufubað og Vitarium (gufubað)

  • Fjallasturta

  • Fótabað

Umhverfið

Hótelið er staðsett í hjarta Bogogno, í fallegri náttúru þar sem hægt er að stunda útivist, göngur og hjólreiðar. Við hótelið eru tveir tennsivellir, fótboltavöllur og glæný líkamsræktarstöð og sundlaug. Á þaki hótelsins er útisvæði með bar og  litlum púttvelli.

Veitingarstaður og Bistro

Aðal veitingastaður hótelsins á Bogogno heitir Else, þar eru tveir salir sem bjóða upp á hlýlegt og notalegt andrúmsloft. Á matseðlinum er boðið upp á frábært úrval alþjóðlegra rétta en einnig staðbundna ítalska sérrétti. Í Bogogno verður þú ekki fyrir vonbrigðum með frábært úrval af vínum úr öllum helstu vínhéruðum á Ítalíu.

 

American Bar

Klúbbhúsið í Bogogno er glæsilegt þar sem bæði er hægt að fá létta rétti, samlokur og drykki. Í klúbbhúsinu er boðið upp á þrjú mismunandi svæði, American Bar, lestrar og slökunarsvæði og reykherbergi. Þar er einnig útiverönd með útsýni yfir loka holur á báðuma 18 holu völlunum. Notalegur staður til að slaka á, njóta léttra veitinga og drykkja.

Staðfsetning

Bogogno Golf Resort er staðsett í um 30km frá Malpensa flugvellinum í Mílano.

Bogogno Golf Resort er frábær áfangastaður og ógleymanleg upplifun fyrir golfara sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía bíður uppá.

Golfvellirnir

Golfvellirnir í  Bogogno eru tveir og eru taldir meðal bestu golfvalla á Ítalíu. Þeir hafa unnið til ótal verðlauna, þar á meðal besti golfvöllur ársins á Ítalíu 1998 og eru ávallt taldir á meðal topp 20 golfvalla á Ítalíu. 

Del Conte golfvöllurinn er einstaklega fallegur með breiðu opnum og fjölbreytilegum brautum, vötnum og lækjum aðlagað að náttúrulegu landslagi vallarins. Hið tignarlega Monte Rosa fjall sem er næst hæsta fjall í Ölpunum, gefur útsýninu frá golfvellinum enn meiri sjarma.

Bonora golfvöllurinn er krefjandi völlur sem er mjög fallega hannaður. Golfvöllurinn er umvafinn fallegri villtri náttúru með fjölmörgum ósnortnum lækjum, hæðum og skógum. Landslagið er dæmigert fyrir þetta landsvæði.

 

Æfingaraðstaða

Æfingaraðstaðan er einkar glæsileg sem saman stendur að driving range, vippæfingasvæði með sandgryfjum og púttvelli.

Driving range - æfingarsvæði

Driving range eru tvö og eru þau staðsett nálægt klúbbhúsinu á milli holu 1 og 18 á Del Conte golfvellinum.

Stutta spilið

Æfingaraðstaða fyrir stutta spilið er staðsett við hliðina á driving range svæðinu. Þar er hægt að æfa vipp, pútt og högg úr sandgryfju.

​Beint flug 

​Beint flug með Icelandair flug FI 590 þann 11 maí 2023 kl. 08:30 frá KEF til Mílano  lent Malpensa í Mílano kl. 14:45.

Beint flug með Icelandair flug FI 591 þann 15 maí 2023 kl. 15:45 frá Malpensa í Mílano til KEF og lent í KEF kl. 18:00

Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri allt að 10kg og golfsett. 

BOGOGNO GOLF RESORT - Official Video (2018)

BOGOGNO GOLF RESORT - Official Video (2018)

Play Video

SKILMÁLAR

SKILMÁLAR

  • Staðfestingargjald greiðist inn á reikning Heillandi Heims við skráningu.

  • Hafa skal í huga við skráningu í ferð að nafn farþega sé ritað eins og á vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega að svo sé.  

  • Nánari um skilmálar Heillandi Heims er að finna í meðfylgjandi þræði SKILMÁLAR

AFBÓKUNARREGLUR

Staðfestingargjald og allar innborganir eru óndurkræfar eftir greiðslu.

Kreditkort – Reglur sem gilda um tryggingar sem fylgja kreditkortum

Ekki þarf að nota greiðslukort til greiðslu á hluta eða heild ferðar til þess að kortatrygging verði virk.  Einungis þarf að gæta þess að vera með kortið með í ferð. Við viljum hins vegar benda ykkur á að hafa samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvað er innifalið í kortatryggingu þinni til að ganga úr skugga um að sú trygging dugi eða hvort þörf sé á að kaupa viðbótar ferðatryggingu hjá tryggingafélagi þínu.

Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Ragnheiður Eiríks Friðriksdóttir, Raggý, í síma 844-6544 eða Í  tölvupósti raggy@heillandiheimur.is.

 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info@heillandiheimur.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út formið.

Hlökkum til að heyra frá þér.

bottom of page