top of page
ENDURRÆSTU ORKUNA ÞÍNA  Á BALÍ
IMG_9923.jpg.avif

Komdu með til Bali og endurræstu orkuna þína með Kolbrúnu Ýr Gunnarsdóttur og Þórunni Birnu Þorvaldsdóttur

2 - 10 september 2025

8 nætur

Fyrir myndir og stemmingu fylgið á instagram: @myjourney_bali

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu og mýkt á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig

 

VERÐ KR. 380.00 á mann miðað við 2 saman í herbergi

VERÐ KR. 490.000 miðað við einn í herbergi.

ATHUGIÐ að flug er ekki innifalið í þessari ferð.  Við aðstoðum gjarna við að bóka flug fyrir þá sem þess óska.

Ævintýraleg ferð til Bali þar sem þú ræktar sjálfa þig og upplifir á sama tíma framandi menningu þessarar einstöku eyju.

Leiðbeinendur og fararstjórar í þessari ferð eru þær Kolbrún Ýr og Þórunn Birna.

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir heilari, jógakennari & tónheilari.

Kolbrún hefur brennandi áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu og hefur viðað að sér ýmsri þekkingu í kringum það. Hún er Hatha, Yin, Nidra, Áfalla- og streitu jógakennari, Access Bars orku meðferðaraðili og Reikimeistari. Hún er með Dipl. master í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera andlegur einkaþjálfari og  hugleiðslu, núvitundar og öndunarkennari. Kolbrún er eigandi Lifðu betur með þér og býður upp á heilun, námskeið og fleira sem lýtur að andlegri og líkamlegri heilsu.

Þórunn Birna Þorvaldsdóttir, ljósmyndari og fararstjóri.

Þórunn Birna lærði ferðamála- og markaðsfræði og hefur unnið við að skipuleggja ferðir til margra ára. Hún hefur ferðast víða um Asíu og heiminn allan og finnst fátt skemmtilegra en að rata inn í ólíka menningarheima og upplifa lífið í allri sinni víðu mynd. Þórunn er Reikimeistari,  ljósmyndari, mikill fagurkeri og elskar að finna falda gimsteina hvert sem hún fer.  Hún hefur komið mörgum sinnum til Balí og er fróð um allt það skemmtilega og fallega sem að Balí hefur uppá að bjóða.

Kolbrún mynd_edited.jpg
markadur-3.jpg

UM FERÐINA

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu og mýkt á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig. Það fer enginn ósnortinn frá Balí. Eyjan býr yfir einstökum töframætti sem dregur fólk allstaðar að til að upplifa fagurgræna náttúruna, anda guðanna og síbrosandi og glaðlynda heimamenn. 

Við ætlum að tengjast sjálfum okkur betur í mýkt og sjálfsmildi með yin yoga, yoga nidra, kundalini yoga, sjálfsheilun, möntrum, heilun, hugleiðslu, núvitund og ná dýpri tenginu inn á við. Kynnast sjálfum okkur betur sem og menningu Balíbúa ásamt ýmiss konar annarri endurnæringu fyrir líkama og sál. Þær stöllur hafa verið að fara með hópa til Balí síðastliðin ár og hlakka til að kynna töfra eyjunnar fyrir fleirum.  Það verður gist í 8 nætur í heilunarþorpinu Ubud á 4 stjörnu fallegu hóteli rétt fyrir utan miðbæinn.

ÁHERSLA Á MÝKT, MILDI & TENGINGU VIÐ ÞIG

​​​Þú munt fara endurnærð, úthvíld og orkumikil frá þessari einstöku eyju. Við byrjum dagana á nærandi æfingum ásamt góðri slökun og hugleiðslu, fáum okkur hollan og næringaríkan morgunverð og höldum svo í ferðalag inn á við og með ýmsum æfingum bæði í anda jákvæðrar sálfræði, orku- og jógafræðum.  Balí er einstakur staður til þess að hjálpa þér að komast nær þér og býður þér í ró og kærleika að nálgast þig í gleði og mýkt þar sem hugur og líkami sameinast.

Við munum einnig bjóða upp á kyrrðarstundir að kvöldlagi þrisvar sinnum á meðan dvöl þinni stendur.

Í dýrðlega fallegu umhverfi í Ubud, langt frá amstri hversdagsins gefum við okkur tíma og rúm til þess að slaka á og finna innri frið og ró og tengingu við kjarnann þinn. Við gerum yin yoga, kundalini yoga, núvitundaræfingar, iðkum orkujöfnun, söng og dagbókarskrif og nærum þannig líkama, sál og huga. 

SLÖKUN & HEILUN​

Þessa daga sem gist verður í Ubud verður boðið upp á tónheilun í pýramídum, vatnsblessun með Balenískum leiðsögumanni, farið til heilara, skoðuð trélist og farið á fallegan umhverfisvænan sunnudagsmarkað í Changgu. Aðra daga ertu frjáls þinna ferða eftir endurnæringu og námskeið að morgni og getur skoðað þig um staðinn eða notið við sundlaugarbakkann, farið í nudd eða heilun, allt eftir því hvernig dag þig langar í hverju sinni.  

Balí hefur upp á margt að bjóða og við staðfesta skráningu færðu aðgang að öllum þeim sértæku upplýsingum sem við höfum viðað að okkur á ferðum okkar til Balí hvort sem það eru aðrir staðir fyrir og eftir námskeið, heilarar, jógastaðir, veitingastaðir eða annað sem er gaman að skoða og undirbúa fyrir ferðina. Þú getur t.d. farið á matreiðslunámskeið og lært að elda balíneskan mat. Skellt þér í spa, allskonar heilun eða sveiflað þér í rólu, hjólað um hrísgrjónakra, farið í sólarupprásar ferðir, rafting, The gate of heaven og endalaust fleira spennandi. 

markadur-9.jpg
markadur-7.jpg
markadur-14.jpg
markadur-12.jpg
IMG_9923.jpg.avif
markadur-5.jpg

Gisting:

Gist er í 8 nætur á fallegu 4ra stjörnu hóteli rétt fyrir utan miðbæ heilunarþorpsins Ubud.

VERÐ KR. 380.000 á mann miðað við 2 saman í herbergi

VERÐ KR. 490.000 miðað við 1 í herbergi

Innifalið í verði:

-8 nætur á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði

-5 x hádegisverður

-1x kvöldverður

-dagsferð með balenískum fararstjóra

-rútuferð til Canggu á markað

-1x nudd

-pick up á flugvöll eða þar sem þú ert þegar námskeiðið byrjar 

-tónheilun í Pýramídum

-orkuflæði og sjálfsræktarnámskeið

Ef lágmarks þátttaka næst ekki, áskiljum við okkur rétt til þess að fella niður ferðina, ákvörðun um það yrði tekin fyrir 2. júní og ferðin endurgreidd.

*Ekki innifalið í verði: Flug og kostnaður við vegabréfsáritun eða ferðaskilríki (ca. 5000 kr) og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að ofan.

Afbókunarskilmálar: 130.000 kr staðfestingargjald er óendurgreiðanlegt. Allt að 90 dögum fyrir áætlaðan námskeiðsdag bætast við 100.000 kr hótelgjald miðað við 2 í herbergi. Eftir það er námskeiðs- og hótelgjald óendurgreiðanlegt. 

IMG_9923.jpg
markadur-5
iStock-2167297200
markadur-2
markadur-6
markadur-8
markadur-7
markadur-9
markadur-4
markadur-10
markadur-13
markadur-11
markadur-12
markadur-14
Blue Water

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is

Hlökkum til að heyra frá þér.

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Heillandi Heimur

Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland

info[at]heillandiheimur.is

​Sími +354 822 3890

2024-004.jpg

©2021 Heillandi Heimur

bottom of page