JÓGAGLEÐIFERÐ TIL ALGARVE
3 - 10 maí 2025 7 DAGAR
Nú endurtökum við leikinn frá ferð þeirra mæðgna til Tenerife í október, enda var mikil ánægja þátttakenda með ferðina. Nú skal haldið til Portúgals.
Endurnærandi ferð á 5 stjörnu hótel á Algarve í Portúgal með áherslu á jóga, slökun og gleði.
Mæðgurnar Edda Björgvins og Margrét Ýrr jógakennarar sjá um gleðina og hreyfinguna í þessari ferð.
Gist er á 5 stjörnu hóteli Epic Sana við ströndina á Algarve.
VERÐ KR. 353.500,- á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi
Viðbót vegna eins manns herbergis kr 128.000,-
Jóga - göngur - gleði - fræðsla
Við bjóðum öllum mæðgum, systrum, vinkonum og glöðum konum að koma með í viku ferð til Algarve, Portúgal í maí 2025.
Það eru mæðgurnar Edda Björgvinsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir sem sjá um göngur, gleði og jóga.
Edda Björgvinsdóttir leikkona er flestum Íslendingum kunnug. Hún hefur undanfarin ár verið fastráðin við Þjóðleikhúsið. Áður en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nam hún heimspeki við HÍ. Hún er með MA í Menningarstjórnun og með diplóma á MA stigi í Jákvæðri Sálfræði og Sálgæslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðfram leiklistinni farið í fjölmargar kvennaferðir um alla Evrópu og að auki haldið fyrirlestra og námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins. Þar hefur verið boðið upp á ýmis konar þjálfun svo sem tjáning, styrkleikaþjálfun, húmor og gleði, heilsuefling, hamingjuþjálfun, sjálfsstyrking og margt fleira.
Edda hefur nýverið lokið námi sem jógakennari frá Jógasetrinu.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir er hjúkrunarfræðingur með MS gráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og diplóma í sálgæslu. Hún er einnig menntaður jógakennari eftir 200 tíma nám hjá Auði Bjarnadóttir í Jógasetrinu og jóganidra kennari frá Kamini Desai. Margrét lauk námi í hugrænni endurforritun hjá Dáleiðsluskóla íslands 2024. Margrét starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu og stuðningsaðili í Sigurhæðum á Selfossi með stuðningsviðtöl fyrir konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Margrét hefur starfað í björgunarsveit í 30 ár og lokið fjölda námskeiða í tengslum við sálrænan stuðning og áfallahjálp og er í viðbragðshóp Rauðakrossins í sálrænum stuðningi.
Göngur, hreyfing útivera og gleði eru sérstök áhugamál Margrétar"
Á hverjum degi stundum við jóga (stóla/strandjóga/jóga nidra) hugum að heilsunni, hamingjunni, hlæjum, göngum saman og blómstrum! Fræðsla, hreyfing og slökun.
Umsagnir þátttakenda frá ferð til Tenerife í október 2024:
"Hjartans þakkir fyrir dásmalegar og endurnærandi samverustundir elsku mæðgur. Morgunjóga á ströndinni, fyrirlestrarnir og umræðurnar, hláturinn og gleðin er það sem ég tek með mér úr þessari ferð. Takk enn og aftur" Sigurborg Sævaldsdóttir
"Takk fyrir, þessi ferð var dásamleg í alla staði" Halldóra Ólöf Ágústsdóttir
"Èg var það heppin að hafa farið með þeim mæðgum Eddu og Margréti í jógaferð til Tenerife. Þessi ferð stóðst allar mínar væntingar og miklu meira en það. Að byrja alla daga à ströndinni í jóga er eitthvað sem èg væri mikið til í að gera alla daga og lifi enn á þessari ljúfu minningu🥰 Allt sem við gerðum var alls ekki erfitt og hentar öllum byrjendum sem og lengra komnum. Ég fann mikinn mun à liðleika og jafnvægi eftir þessa einu viku og hef viðhaldið æfingum sem ég lærði. Svo voru þær með fyrilestra sem ég lærði mikið af og hef nàð meiri ró og veit hvernig èg á að bregðast við ef streitan verður of mikil. Svo voru þær með jóga nidra og stóla jóga til skiptis og það það sem maður nàði góðri slökun þar , dásamlegt.🥰 Þessi ferð var vel skipulögð- hentaði öllum aldri - vel haldið utan um alla í hópnum - og gott aðgengi að þeim mæðgum ef eitthvað var . Mæli því 100% með að konur á öllum aldri gefi sér þessa dásamlegu ferð , hverrar krónu virði 🥰 " Eva Guðbrandsdóttir
Hótelið sem gist verður á heitir Epic Sana Algarve og er 5 stjörnu hótel við ströndina í Albufeira, Algarve í Portúgal. Á hótelinu er heilsulind þar sem boðið er upp á heita potta og ýmsar meðferðir. Einnig er líkamsræktaraðstaða á hótelinu.
Herbergin eru rúmgóð þar sem minnsta herbergið er 32 fm. Falleg og björt herbergi með ýmist svölum eða verönd. Sloppur og inniskór og Nespresso kaffívél á öllum herbergjum.
Á hótelinu er frábær heilsulind þar sem hægt er að bóka meðferðir.
VERÐ KR 353.500,- Á MANN MIÐAÐ VIÐ TVO Í HERBERGI
Innifalið í verði:
-
Flug með Play til Faro flugvallar í Portúgal
-
20kg farangursheimild
-
-
Akstur milli hótels og flugvallar á komu- og brottfarardegi
-
Gisting á 5 stjörnu Epic Sana Hotel Albufeira, Algarve, Portúgal
-
Morgunverður og kvöldverður
-
Dagskrá sem innifelur, jóga (stóla/strandjóga/jóga nidra), slökun, fræðsla, göngur og slökun.
Hafðu samband
Hægt er að hafa samband við Heillandi Heim með því að senda tölvupóst á info(at)heillandiheimur.is
Hlökkum til að heyra frá þér.
Heillandi Heimur
Víðiteigur 4A, 270 Mosfellsbær, Ísland
info[at]heillandiheimur.is
Sími +354 822 3890
©2021 Heillandi Heimur